Description: Lagið sýnir vegakerfi landsins. Upplýsingarnar eru að stærstum hluta fengnar með GPS mælingum og eru það gerðar í samvinnu við Vegagerðina. Nákvæmni GPS mældra vega er +/- 5 metrar (en er oftast nákvæmari). Upplýsingar sem tengjast vegum eru fengnar frá Vegagerðinni (slitlag, notkun, vegtegund, vegflokkun, vegnúmer, ástand). GPS-mældu gögnin eru frá 1999 og til 2016. Vegir í þéttbýli eru komnir inn af öll landinu. Þeir eru ekki GPS mældir heldur hnitaðir eftir loftmyndum og í einstaka tilvikum eftir SPOT-5og RapidEyegervitunglamyndum. Stærsti hluti af þéttbýlisvegunum koma frá Samsýn ehf en af höfuðborgarsvæðinu koma gögnin einnig frá LUKR.